ALÞJÓÐLEGIR SAMSTARFSKLASAR
Fjártækniklasinn á í góðu samstarfi við aðra erlenda fjártækniklasa, sér í lagi á Norðurlöndunum. Samstarfið felur í sér miðlun á þekkingu og tengslum, tækifæri fyrir sprotafyrirtæki til að fóta sig á erlendum mörkuðum, alþjóðlega fjártækniviðburði og fleira.
Sthlm Fintech Week
Svíþjóð
Sthlm Fintech Week er árleg fjártæknivika sem fer fram í Stokkhólmi. Áhersla er lögð á miðlun þekkingar og að byggja upp innviði sænskrar fjártækni. Yfir vikuna koma saman helstu stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar í fjártækni, deila og miðla þekkingu sinni og fræðast um það sem er að gerast í fjártækni. Þar má finna fyrirlestra, umræður og fleiri viðburði um ýmis málefni innan fjártækni.
European Blockchain Foundation
Spánn
European Blockchain Convention er árleg bálkakeðjuráðstefna sem fer alla jafna fram í Barcelona. Markmið ráðstefnunnar er að styðja við notkun bálkakeðjutækni í Evrópu. Hún var fyrst haldin árið 2018 og hefur síðan árlega laðað til sín mikinn fjölda gesta, fyrirtækja, fjárfesta og fræðimanna úr bálkakeðjuheiminum.
FinTech Aviv
Ísrael
Fjártækniklasinn í Tel Aviv var stofnaður 2014 og hafa um 30.000 einstaklingar starfað á vettvangi hans. FinTech Aviv starfar með og þjónar öllum þáttum fjártæknivistkerfisins, þ.m.t. fjártæknifyrirtækjum, frumkvöðlum, stærri fyrirtækjum, alþjóðlegum bönkum og tryggingafyrirtækjum, sem og fjárfestum.
The Factory
Noregur
The Factory er staðsett í Osló í Noregi og er einn stærsti fjártækniklasi á Norðurlöndunum.
Klasinn vinnur mikið með öðrum fjártækniklösum, bæði á Norðurlöndunum og víðar, til þess að skapa tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki þvert á landamæri. The Factory var stofnað árið 2015 og hefur upp á að bjóða stærstu hraðla á Norðurlöndunum fyrir fjártækni, fasteignatækni (e. proptech), tryggingatækni (e. insurtech), reglutækni (e. regtech), gervigreind og bálkakeðjur.
NCE Finance Innovation
Noregur
NCE Finance Innovation er fjártækniklasi staðsettur í Bergen í Noregi. Þeirra markmið er að efla fjártækniumhverfið í Noregi, með því að ýta undir nýsköpun í tækni og samvinnu milli tækni- og fjármálafyrirtækja. Í klasanum eru 75 aðilar, staðsettir víðsvegar um Noreg.