KORTLAGNING FJÁRTÆKNI Á ÍSLANDI
Northstack og Fjártækniklasinn unnu skýrslu um fjártækniumhverfið á Íslandi í febrúar 2020, með stuðningi SFF, Samtaka Fjármálafyrirtækja. Hana má sækja hér á pdf-formi.
KORTLAGNING FJÁRTÆKNI Á NORÐURLÖNDUM
Copenhagen Fintech og PA Consulting gáfu út skýrslu um helstu stefnur og straumar í fjártækni á Norðurlöndum í samvinnu við fjártækniklasa Íslands, Svíðþjóðar, Noregs og FInnlands. Skýrslan kom út í júní 2022 og hana má sækja hér á pdf-formi.
Copenhagen Fintech og EY gáfu út skýrslu um tækifæri í fjártækni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Skýrslan kom út í mars 2022 og inniheldur meðal annars kortlagningu fjártæknifélaga á Norðurlöndunum. Skýrslan var unnin í samvinnu við Fjártækniklasann, NCE Finance Innovation, Findec, Helsinki Fintech Farm og Invest Stockholm. Hana má sækja hér á pdf-formi.
Findexable og Fintech Mundi gáfu út skýrslu um fjártækni á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum í desember 2020, en löndin telja um 2% af fólksfjölda Evrópu en þar má þó finna um 1000 fjártæknifyrirtæki. Skýrsluna má sækja hér á pdf-formi.
Copenhagen Fintech og Implement Consulting Group gáfu út skýrslu um fjártækni á Norðurlöndunum í september 2020, með áherslu á heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Skýrslan var unnin í samvinnu við Fjártækniklasann, NCE Finance Innovation og The Factory í Noregi, Findec í Svíþjóð og Helsinki Fintech Farm í Finnlandi. Hana má sækja hér á pdf-formi.