Time & Location
25. jan. 2024, 15:30
Reykjavík, Reykjastræti 6, 101 Reykjavík, Ísland
About the event
Fjártækniklasinn og Landsbankinn bjóða til viðburðar í nýju húsnæði Landsbankans 25. janúar kl. 15:30.
Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans, tekur Lilju Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, tali um framtíð og stefnu bankans í ljósi mikilla breytinga í fjártækni.
Landsbankinn hefur látið til sín taka í stafrænni þróun, en hvernig horfir bankinn á framtíðina með fjártækni í huga? Hver eru tækifærin í fjártækni til frekari þróunar og hver er tenging bankans við fjártækni og nýsköpun?
Fjártækni getur bæði verið mikil ógn og tækifæri fyrir hefðbundna banka, en Gunnlaugur mun spyrja Lilju um það hvað bankinn ætli sér að gera til þess að draga úr ógninni og fjölga tækifærunum. Einnig gefst gestum færi á að bera upp spurningar úr sal.
Eftir yltalið verður boðið upp á skoðunarferð og kynningu á nýja húsinu fyrir áhugasama.
*yltal: (e) fireside chat