top of page

Fjártæknihraðall
Reykjavik FinTech Accelerator

Nýr íslenskur fjártæknihraðall - Reykjavik FinTech Accelerator

Reykjavik FinTech Accelerator er einstakur hraðall sem miðar að því að efla fjártækni og nýsköpun á Íslandi. Hér eru fimm megin stoðir hraðalsins sem gera hann að frábærum vettvangi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki:

 1. Verkefni og þarfir skilgreind af fyrirtækjum: Fyrirtæki leggja fram raunverulegar áskoranir sem þátttakendur þurfa að leysa.

 2. Kynningarviðburður og matchmaking: Tengir saman rétta aðila til að vinna saman að lausnum.

 3. Hakkaþon: Sköpunarkraftur í hámarki þar sem teymi vinna saman að lausnum í hraðvirku og skapandi umhverfi.

 4. Sérsniðið prógram fyrir hvert teymi: Hvert teymi fær persónulega ráðgjöf frá mentorum sem henta þeirra þörfum.

 5. Fyrirlestrar frá sérfræðingum: Fjölbreyttar kynningar og vinnustofur með innlendum og erlendum sérfræðingum sem fjalla um mismunandi hliðar stofnunar og rekstrar nýsköpunarfyrirtækja.

Lotur

Lota 1: Kallað er eftir umsóknum. Kynningarviðburður og matchmaking.

 • Kynningarviðburður þar sem fyrirtæki og þátttakendur kynnast og mynda tengsl.

Lota 2: Fjárfestingaráð fer yfir umsóknir.​

Lota 3: Hraðallinn keyrður á 60 dögum.

 • Hraðallinn er í gangi í 60 daga með áherslu á mentorafundi, sérsniðna aðstoð, aðgang að Norrænu tengslaneti Fjártækniklasans og fjárfestadegi.

Lota 4: Eftirfylgni og alumni net.

 • Þátttakendur fá áframhaldandi stuðning og aðgang að alumni neti Fjártækniklasans og hraðalsins.

Þátttakendur

Við hvetjum einstaklinga, teymi og fyrirtæki til að skrá sig. Allir geta tekið þátt og við bjóðum upp á "matchmaking" í aðdraganda hraðalsins fyrir einstaklinga og þá sem ekki eru í tilbúnum teymum eða fyrir teymi sem ekki eru fullskipuð.

Þátttakendur hraðalsins fá:

 • Fjárfestingu: Aðstoð sem lyftir fyrirtækinu á nýtt stig.

 • Aðgang að mentorum: Sérfræðiaðstoð og ráðgjöf.

 • Fyrirlestra og vinnustofur: Með innlendum og erlendum sérfræðingum.

 • Viðurkenningu: Gæðastimpill fyrir fyrirtækið.

 • Fjölmiðlaumfjöllun: Aukinn sýnileiki.

 • Aukið tengslanet: Stækkað netverk tengsla og tækifæra.

Fyrirtækin leggja fram alvöru áskoranir sem þarf að leysa. Í þessum hraðli kemur eftirspurnin fyrst, síðan sameinast teymi í hakkaþoni og vinna að lausnum fyrir fyrirtækin.  Að lokum gera fyrirtæki og teymi samkomulag um hvernig lausnirnar verða notaðar.

Með því að miða hraðalinn við raunveruleg verkefni sem fyrirtæki þurfa að leysa leggur Reykjavik FinTech Accelerator áherslu á alvöru lausnir sem hafa raunveruleg áhrif.

Komdu og vertu með í Reykjavik FinTech Accelerator – þar sem nýsköpun mætir framtíð!

Tímalína

STAY IN THE KNOW

Thanks for submitting!

bottom of page