Nýsköpunardagur hins opinbera - STREYMI
þri., 23. maí
|Streymi
Skráningarsíða til þess að fylgjast með viðburðinum í streymi
Time & Location
23. maí 2023, 09:00 – 13:00
Streymi
About the event
Nýsköpunardagur hins opinbera 2023 fer fram þriðjudaginn 23. maí kl. 9-13 í Veröld – húsi Vigdísar (Auðarsal) og í streymi. Þema dagsins er: „Nýsköpun í opinberum sparnaði“
Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri.
Sprota- og nýskapandi fyrirtæki verða í aðalhlutverki með kynningum á nýjum og spennandi sparnaðarlausnum ásamt mikilvægum fróðleik um opinber innkaup á nýsköpun.
Í kjölfar kynninga gefst færi á tengslamyndun milli fyrirtækja og opinberra aðila til að ræða leiðir að bættri þjónustu og aukinni skilvirkni í opinberum rekstri.
Dagskrá
- Opnunarávarp: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Sparnaðarlausnir: 20 sprota- og nýsköpunarfyrirtæki með 5 mínútna kynningar
- Tengslamyndun og veitingar
Léttar veitingar og kaffi verða í boði fyrir þá sem mæta snemma og kaffihlé kl. 10:15.
Með því að smella á "RSVP" hnappinn er hægt að skrá sig til að fylgjast með viðburðinum í streymi. Þeir sem vilja mæta á viðburðinn eru beðnir um að skrá sig hér. Streymishlekkur verður sendur á skráða í tölvupósti á degi viðburðar en hlekkurinn verður líka auglýstur hér á síðunni og á Facebook síðu viðburðarins.
Fyrirtækin sem kynna lausnir eru:
- Siminn Pay - Ólafur Fannar Heimisson
- Slize.me - Ingi Rafn Sigurðsson
- Reserva - Steinar Atli Skarphéðinsson
- Pulsmedia - Helgi Pjetur
- Swapp agency - Davíð Rafn Kristjánsson
- IcePharma - Hjörtur Gunnlaugsson
- Evolv - Sigurður Davíð Stefánsson
- YAY - Sigríður Inga Svarfdal
- Dicino - Arnar Freyr Reynisson
- Mojoflower - Ólafur Páll Torfason
- UteamUP - Jóhann Pétur Pétursson
- Valyrio - Berglind Bára Bjarnadóttir
- Taktikal - Björt Baldvinsdóttir
- Planning analytics - Ingvi Þór Elliðason
- Datalab - Brynjólfur Borgar Jónsson
- Blikk smágreiðslulausn - Viktor Margeirsson
- Munasafn - Anna De Matos
- Syndis - Ebenezer Böðvarsson
- Bidd - Baldvin Gunnarsson
- Sundra - Haukur Guðjónsson
Þessi viðburður er hluti af Iceland Innovation Week 2023 !