KLAR: Besti vinur fjármálastjórans
mið., 23. ágú.
|Reykjavík
Time & Location
23. ágú. 2023, 15:00
Reykjavík, 43P3+H82, 102 Reykjavík, Ísland
About the event
Þann 23. ágúst, kl. 15:00, stendur Fjártækniklasinn fyrir kynningarviðburði á nýju fyrirtæki, KLAR.
KLAR býr til lausnir sem tengir viðskiptagreind við banka- og bókhaldsgögn fyrirtækja. Hugbúnaður KLAR tekur saman upplýsingarnar og setur fram á einfaldan og skýran hátt fyrir fjármálastjóra, bókara, banka eða aðra sem koma að rekstri eða fjármálum fyrirtækja. Um er að ræða viðmót ofan á netbanka sem er beintengt við bókhald. Þetta gefur fyrirtækjum aðgang að betri upplýsingum og gerir þeim kleift að sjálfvirknivæða reksturinn. Viðskiptagreind KLAR er viðamikið tól fyrir fjármál fyrirtækja, lausn sem einfaldar líf fjármálastjórans til muna.
Við munum heyra frá stofnendum KLAR sem munu kynna lausnina og hvaða möguleika hún býður upp á. Þar á eftir fáum við að heyra frá einum notanda KLAR hugbúnaðarins um hvernig hann hefur nýst og svo gefst færi á spurningum og spjalli.
Öllum er velkomið að kíkja við, fræðast um KLAR, fá kaffibolla og spjalla. Viðburðurinn verður haldinn á annarri hæð Grósku, Bjargargötu 1, í móttöku Gróðurhússins.