top of page

SAMFÉLAG UM FRAMFARIR Í FJÁRTÆKNI

Tilgangur Fjártækniklasans er að efla nýsköpun í fjármálum og gera viðskipti af öllu tagi auðveldari og betri. Hann er samfélag þeirra sem starfa við fjártækni og vilja stuðla að aukinni verðmætasköpun, samkeppni og bættum lífskjörum.

Við stöndum fyrir margvíslegu starfi auk þess að reka nýsköpunarsetur á 2. hæð í Grósku í Vatnsmýri.

Groska.jpg
Heim: Welcome

STARF FJÁRTÆKNIKLASANS

Fjártækniklasinn stendur fyrir viðburðum, svo sem fundum um margvísleg svið fjártækni, kynningar á nýsköpunarfyrirtækjum, fyrirtækjastefnumót og fögnuði af ýmsu tagi. Klasinn vinnur einnig að framgangi fjártækni á allan hátt, svo sem með tengingum við erlend fyrirtæki og klasa, tengingu á milli mögulegra samstarfsaðila og ýmiskonar sérverkefnum.

Aðilar Fjártækniklasans mynda saman samfélag sem allt nýtur góðs af, t.a.m. við þekkingaröflun, þróunarstarf og markaðsstarf. Fjártækniklasinn er ekki vettvangur fyrir innbyrðis samstarf banka og annarra slíkra fyrirtækja sem keppa sín á milli á markaði.

AÐILD

Aðilar að Fjártækniklasanum taka þátt í margvíslegu starfi hans og halda þannig sambandi við allt það helsta sem er að gerast hverju sinni í fjártækni á Íslandi, með það að markmiði að finna þær leiðir sem heillavænlegastar eru hverju sinni, auk þess að stofna til samstarfs við aðra aðila.

NÝSKÖPUNARSETUR

Nýsköpunarsetur Fjártækniklasans er hjarta starfseminnar. Þar eru ung fyrirtæki og aðrir aðilar með aðstöðu og skapa þar í samfélagi sínu vistkerfi nýsköpunar, þar sem allir þátttakendur njóta góðs af, bæði fyrirtækin sem þar eru stödd, sem og aðrir aðilar Fjártækniklasans.

B_41442 - Copy.jpg
Heim: Workspaces

Vilt þú vera á frumkvöðlalista?

Ert þú frumkvöðull eða langar þig að stofna þitt eigið fyrirtæki? Ert þú manneskja sem fær góðar hugmyndir og langar að prófa að vinna með öðrum frumkvöðlum? Eða er fyrirtækið þitt að leita að nýjum áskorunum og tækifærum?

Þá viljum við í Fjártækniklasanum vita af þér!

Skráðu þig á lista yfir frumkvöðla og teymi sem hefðu áhuga á að taka þátt í spennandi verkefnum eða þróa lausnir sem þörf er á.

Skráðu þig hér:

Takk fyrir að skrá þig!

Viðburðir

  • Kaffi í klasanum með Taktikal
    Kaffi í klasanum með Taktikal
    mið., 09. okt.
    Reykjavík
    09. okt. 2024, 08:30
    Reykjavík, Bjargargata 1 102, 101 Reykjavík, Ísland
    09. okt. 2024, 08:30
    Reykjavík, Bjargargata 1 102, 101 Reykjavík, Ísland
    Hvernig geta fjártæknifyrirtæki leyst sínar áskoranir með lausnum Taktikal?
    Share
  • Dokobit kynnir ókeypis þjónustur fyrir sprota í fjártækni
    Dokobit kynnir ókeypis þjónustur fyrir sprota í fjártækni
    fim., 12. sep.
    Reykjavík
    12. sep. 2024, 15:00
    Reykjavík, Bjargargata 1 102, 101 Reykjavík, Ísland
    12. sep. 2024, 15:00
    Reykjavík, Bjargargata 1 102, 101 Reykjavík, Ísland
    Share
  • Tech Talk: Upcoming GenAI Breakthroughs in Finance
    Tech Talk: Upcoming GenAI Breakthroughs in Finance
    þri., 07. maí
    Reykjavík
    07. maí 2024, 15:00
    Reykjavík, Borgartún 25, 105 Reykjavík, Ísland
    07. maí 2024, 15:00
    Reykjavík, Borgartún 25, 105 Reykjavík, Ísland
    Share
Heim: Events

TEYMIÐ

Gunnlaugur minni.jpeg

GUNNLAUGUR JÓNSSON

Framkvæmdastjóri

Heim: Team Members
Thordis_edited.jpg

ÞÓRDÍS ALDA ÞÓRÐARDÓTTIR

Rekstrarstjóri

HAFÐU SAMBAND

Við bjóðum upp á heimsóknir í nýsköpunarsetur Fjártækniklasans fyrir hópa eða einstaklinga. Hafir þú áhuga á að koma í heimsókn er hægt að hafa samband við info@fjartaekniklasinn.is

Viljir þú fræðast á einhvern hátt um starf Fjártækniklasans, hvort sem það er til þess að gerast aðili eða finna hentuga aðstöðu í klasanum, skaltu endilega hafa samband.

Gróska, Bjargargata 1, 2. hæð

102 Reykjavík
Iceland

  • facebook
  • linkedin
Heim: Contact
bottom of page