top of page
Search

Hefur Covid-19 bætt fjártækni í bönkunum?

Þann 24. nóvember stóð Fjártækniklasinn fyrir stafrænum fundi þar sem umræðuefnið var Hefur Covid-19 bætt fjártækni í bönkunum?


Covid-faraldurinn hefur haft áhrif á ýmsum sviðum samfélagsins, bæði krefjandi en einnig óvæntari áhrif sem kannski geta verið til hins betra. Á fundinum var leitast eftir að komast að því hver áhrif faraldursins hafa verið á þróun fjártækni í bönkunum og rafræna þjónustu vegna samkomutakmarkana.


Ræðumenn voru:

  • Arinbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni Landsbankans

  • Logi Karlsson, vörustjóri dreifileiða og forstöðumaður á einstaklingssviði Íslandsbanka

  • Vilhjálmur Alvar Halldórsson, forstöðumaður - stafræn þróun og opin bankaþjónusta hjá Arion banka

Fundarstjóri var Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.


Að neðan má sjá upptöku frá viðburðinum. Tæknileg vandræði gerðu það að verkum að það þurfti að klippa aftan af upptökunni þar sem umræður fóru fram, en hægt er að horfa á kynningar allra ræðumanna.



bottom of page