Hvað er góð viðskiptahugmynd?
mið., 28. okt.
|Stafrænn fundur
Stafrænn fundur um viðskiptahugmyndir.
Time & Location
28. okt. 2020, 15:00 – GMT – 16:30
Stafrænn fundur
About the event
Miðvikudaginn 28. október býður Fjártækniklasinn til stafræns fundar og verður umræðuefnið Hvað er góð viðskiptahugmynd?
Við fáum að heyra frá bæði frumkvöðlum og fjárfestum um reynslu þeirra af góðum og slæmum viðskiptahugmyndum. Eru til einhverjir mælikvarðar á viðskiptahugmyndir? Hvað skiptir mestu máli? Hvenær á maður að snúast á hæl (e. pivot) og breyta viðskiptahugmyndinni?
Ræðumenn:
- Jenný Ruth Hrafnsdóttir, fjárfestir hjá Crowberry Capital
- Danielle Neben, sérfræðingur í stafrænum viðskiptum og markaðssetningu í Kína
- Sveinn Biering fjárfestir
- Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun
Ræðumenn munu tala í 10-15 mínútur hver og síðan verður opnað fyrir spurningar í gegnum spjallform.
Fundarstjóri verður Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans, og hann mun miðla spurningum.
Fundurinn fer alfarið fram á netinu, allir geta skráð sig og það kostar ekkert.
Slóð á fundinn: https://zoom.us/j/93625990203